Hér eru bragðameistaraverk Ronju. Smelltu á "Lestu meira" til að vita allt.
Árið 2002 var ég á túristasprelli í Suður-Afríku. Það var allt í blóma þar til maginn fór að tala tungumál sem engin belja ætti að kunna. Ég fékk svakalegan niðurgang. Þetta var ein af verri lífsreynslum mínum. En liggjandi á gólfinu með hitapoka og magaverki fékk ég snilldarhugmynd.
KÚAMYKJA
Dökkur djúsí súkkulaðiís sem tekur mann beint aftur í ferðalagið mitt, nema betri lykt og betra bragð.
Ég ætlaði að njóta, en maginn fór á ról, og því miður varð kúaskítur minn hól! En úr þessum skelfingum skapaðist dáð, sukkúlaðiís - sem þið gætuð orðið háð!
Vestrahúsið 3. apríl komdu og smakkaðu. Það er erfitt að vera týndur ef þú ekkert ferð!
Innihald: Mjólk, rjómi, sykur, undanrennuduft, Súkklaði, þrúgusykur, glyserín, maltodextrin, bindiefni (sodiumalgínat, karóbgúmmí, gúargúmmí, karragenan, karboxímetýlsellulósi, ein- og tvíglýseríð), salt, litarefni (norbixín). Óþols og ofnæmisáhrif.
Næringargildi í 100 g:
Sumarið 2007 var ég í Tyrklandi að reyna að daðra við naut á ströndinni þegar BAM. Ég steig á glerbrot. Ég átti þrátt fyrir það fínt kvöld með nautinu en daginn eftir var ein klaufin mín orðin stokk bólgin og það lak grænn vökvi úr henni. Klaufsýking!
Á meðan ég lá með klaufina á kælipoka kom hugmyndin sem kældi líka sálina:
KLAUFSÝKING
Kaldur, grænn piparmyntuís sem minnir mig á grænu klaufina mína 2007. Bara liturinn, ekki bragðið.
Í sandi og sól ég sprangaði um, þá klauf mín bólgnaði já illa fór um. En hvað er betra en ís til að kæla? Piparmyntu sæla - sem þú munt í þig dæla!
Vestrahúsið 3. apríl komdu og smakkaðu. Bíllinn eyðir bara jafn miklu og þú setur á hann!
Innihald: Mjólk, rjómi, sykur, undanrennuduft, Piparmynta, þrúgusykur, glyserín, maltodextrin, bindiefni (sodiumalgínat, karóbgúmmí, gúargúmmí, karragenan, karboxímetýlsellulósi, ein- og tvíglýseríð), salt, litarefni (norbixín). Óþols og ofnæmisáhrif.
Næringargildi í 100 g:
Árið 2004 var ég á Balí. Sól, slökun, og svo veikindi. Já, það var ekki beint draumafríið… Mjólkin mín varð gul eins og sólin en spenarnir sungu ekki af gleði meðan sólin settist á kvöldin. Ég fór til læknis og, alveg eins og ég óttaðist, varð ég með júgurbólgu.
En úr þessu kom hugmyndin að mínu fyrsta meistaraverki:
JÚGURBÓLGA
Ljósgulur ís með kókos og vanillu bragði, innblásinn af veikindum, viljastyrk og sólinni á Bali.
Á Bali ég lá með spenana sára, mjólkin mín gul og það kom mér til tára. En hugmynd kviknaði og ljúf var hún þó, kókos og vanilla í gulri mjólkurfló.
Vestrahúsið 3. apríl komdu og smakkaðu. Lifið vel og lengi en ekki í fatahengi!
Innihald: Mjólk, rjómi, sykur, undanrennuduft, Kókosbragðefni, vanillubragðefni, þrúgusykur, glyserín, maltodextrin, bindiefni (sodiumalgínat, karóbgúmmí, gúargúmmí, karragenan, karboxímetýlsellulósi, ein- og tvíglýseríð), salt, litarefni (norbixín). Óþols og ofnæmisáhrif.
Næringargildi í 100 g: