Um okkur

Gaddur er vörumerki með karakter – sögunni að baki.

Uppruni og þróun

Gaddur er vöruþróunarverkefni sem varð til i áfanga um hugmyndir og nýsköpun í Menntaskólanum á Ísafirði veturinn 2025. Mennirnir á bakvið verkefnið voru upphaflega þeir Doddi, Hákon, Pétur og Sverrir en fljótlega bættist ævintýrakýrin og Instagram stjarnan Ronja í hópinn og tók að sér að vera andlit verkefnisins.

Strákarnir á bakvið Gaddur

Fyrsta afurð og markmið

Fyrsta afurð Gadds er ís sem framleiddur er í samstarfi við snillingana í mjólkurvinnslunni Örnu í Bolungarvík. Markmiðið er að ísinn okkar sé meira en bara hressing eða eftirréttur – hann á að vera upplifun.

Kúamykja, Klaufsýking og Júgurbólga eru mögulega ekki lystaukandi nöfn við fyrstu sýn, en vittu til, bragðið er jafn gott og nafnið er vont.

Fylgstu með Ronju

Fylgstu endilega með Ronju á Instagram og skoðaðu úrvalið af Ronju varningi í vefversluninni okkar.

Skoðaðu bragðtegundirnar okkar